Skipulagsnefnd

221. fundur 04. september 2014 kl. 10:01 - 10:01 Eldri-fundur

 221. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 1. september 2014 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Jóhannes ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B. Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Sigurgeir B. Hreinsson.

Dagskrá:

1.  1407005 - Beiðni um stofnun 8.374m2 frístundalóðar úr landi Stóra Hamars
Erindi frá Gunnhildi þórhallsdóttur sem óskar leyfis til að stofna sér lóð fyrir 8.374m2 spildu sem hún hélt eftir við sölu á jörðinni Stóra Hamri 1. Spildan er er sýnd á fyrirliggjandi hnitsettum uppdrætti dags. 10.06.14.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir fyrirliggjandi erindi. Hermann Ingi Gunnarsson leggur fram eftirfarandi bókun: "ég samþykki ekki erindið á þeirri forsendu að verið er að taka land úr landbúnaðarnotkun".
   
2.  1408006 - Samkomugerði - ósk um nafnabreytingu
Eydís Harpa ólafsdóttir og óli þór Jónsson óska eftir samþykki skipulagsnefndar til að breyta nafni á bakvið landnúmer 152755 sem ber nafnið "Samkomugerði 1 land", í "Maríugerði".
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
   
3.  1205031 - Syðri-Varðgjá - deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu
Skipulagstillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur rann út 27. ágúst s.l. og bárust engar athugasemdir.
Skiplagsnefnd samþykkir undanþágu frá fjarlægðarmörkum, sbr. grein 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90 frá 2013.
   
4.  1407019 - Umsókn um sérstakt fastanúmer í landi Bjargs
Afgreiðslu frestað þar sem ekki hafa borist fullnægjandi gögn.
   
5.  1404010 - Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði
Lagt fram til kynningar.
   
6.  1408009 - Umsókn um leyfi f. frístundahús
Vilberg Jónsson, Kommu, sækir um leyfi til að byggja frístundahús í landi Kommu. í núgildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar gr. 2.3.1. eru taldar upp forsendur fyrir byggingu stakra frístundahúsa. í umsókninni eru þessi skilyrði ekki uppfyllt. því er málinu vísað frá.
   
7.  1102018 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Málinu frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?