25. fundur skipulagsnefndar er haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi þann 13. ágúst 2003 kl. 13.00.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá.
1. Tillaga að deiliskipulagi Reykárhverfis II
2. Erindi Björgunar ehf. dags. 18. júní 2003
Afgreiðsla.
1. Tillaga að deiliskipulagi Reykárhverfis II
á síðasta fundi nefndarinnar voru gerðar ákveðnar athugasemdir við tillöguuppdrátt sem þá lá fyrir. Sveitarstjórn samþykkti þá afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum þann 25. júní s. l. og var hönnuðum falið að gera breytingar á tillögu sinni í samræmi við þær athugasemdir. í uppdrætti þeim sem nú liggur fyrir hefur ekki verið tekið nema takmarkað tillit til þeirra ahugasemdi og ítrekar nefndin þær hér með. í stað bílastæða við götu (leikskólinn) verði gert ráð fyrir lokuðu bílastæði og bílastæðum fjölgað.
2. Erindi Björgunar ehf
í erindinu óskar Björgun ehf. eftir viðræðum um úthlutun byggingarlands í fjörunni framan Vaðlareits sunnan Leiruvegar. Sveitarstjórn fjallaði um erindið á fundi sínum þann 25. júní s. l. og samþykkti þá að vísa því til umsagnar skipulagsnefndar. Nefndin leggur til að teknar verði upp viðræður við bréfritara um fyrirkomulag og framkvæmd væntanlegrar byggðar og hver verði aðkoma, ábyrgð og kostnaður sveitarfélagsins við framkvæmdina. Jafnframt leggur hún til að lagt verði mat á arðsemi nýs þéttbýlis-kjarna á þessum stað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40.