220. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 7. júlí 2014 og hófst hann kl.
20:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Jóhannes
ævar Jónsson aðalmaður og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason.
Dagskrá:
1. 1407002 - Kosning varaformanns og ritara nefndar
Varaformaður var kjörinn Jóhannes ævar Jónsson.
Ritari var kjörinn Sigurgeir B. Hreinsson
2. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Fyrir fundinu lá bréf frá Skipulagsstofnun dags. 27. júní 2014, þar sem bent er á að tillögur um breytingar á
hálendisvegum og slóðum séu háðar breytingum á Svæðisskipulagi Miðhálendisins. Með tilliti til ábendinga Skipulagsstofnunar
samþykkir skipulagsnefnd að fresta þeim hluta skipulagstillögunar sem snýr að skipulagi Miðhálendisins en auglýsa að skipulagstillöguna
öðru leyti skv. 31. gr. skipulagslaga.
3. 1406004 - Framkvæmdaleyfi v . borholuvegar á Botni
Umsókn frá Norðurorku hf um framkvæmdaleyfi vegna breytinga á tengingu borholuvegar á Botni við Hranastaðaveg. Meðfylgjandi er
uppdráttur 1:500, loftmynd og leyfi Vegagerðarinnar fyrir breytingunni. Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina.
4. 1406005 - Framkvæmdaleyfi v. dreifikerfis hitaveitu á Laugalandssvæði
Umsókn frá Norðurorku hf um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar dreifikerfis hitaveitu á LAugalandssvæðinu. Meðfylgjandi er
uppdráttur 1:2000 sem sýnir fyrirhugaða lagnaleið, samþykki landeigenda og Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina.
5. 1406024 - Teigur - viðbygging við svínahús
Ingvi Stefánsson f.h. hönd Stefáns þórðarsonar ehf sækir um leyfi til að byggja haughús í landi Teigs. Meðfylgjandi
er afstöðu- og yfirlitsmynd. Skipulagsnefnd samþykkir að setja erindið í grendarkynningu og veitt er heimild til að stytta tímabil grendarkynningar ef
þeir sem fengu grendarkynninguna undirrita yfirlýsingu á kynningargögnin um að þeir geri ekki athugasemdir við breytinguna.
6. 1403016 - Brúnalaug - gistihús
Fyrir liggur undirritað samþykki þeirra sem grendarkynning snéri að og því samþykkir skipulagsnefnd erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00