24. fundur skipulagsnefndar er haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi þann 18. júní 2003 kl. 17.15.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Erindi Vegagerðarinnar dags. 6. júní 2003, umsókn um framkvæmdaleyfi
2. Drög að deiliskipulagi í Reykárhverfi
3. Merkingar í Reykárhverfi
Afgreiðsla:
1. Erindi Vegagerðarinnar
Nefndin gerir ekki athugasemd við meðfylgjandi gögn nema þær að hún telur sjálfsagt að jafnframt verði lagður reiðvegur með hinum nýja vegi í samræmi við samþykkta áætlun um uppbyggingu reiðleiða í sveitarfélaginu.
2. Drög að deiliskipulagi í Reykárhverfi
Lögð voru fram drög að deiliskipulagi hverfisins frá Kanon arkitektum dags. 5. júní 2003. Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
a. aðkoma að leikskólanum verði norðanfrá vestan hringtorgs til að fækka tengingum við þjóðveg og bílastæðum þar fjölgað.
b. aðkoma að fjölbýlishúsum norðan Laugarborgar verði frá götunni vestan þeirra (botnlangi).
c. í stað 7 húsa vestan Reykár eins og gert er ráð fyrir á tillöguuppdrættinum verði húsin 5 í einni röð meðfram Reykánni og gatan verði framan við þau á árbakkanum. Húsunum tveimur sunnan götunnar verði sleppt og efsta húsinu norðan götunnar sbr. uppdráttinn. Mörkin milli þeirrar lóðar og næstu verði mörk byggingarreitsins.
d. Lóðin sunnan Laugarborgar verði skilgreind sem þjónustulóð.
e. Gert verði ráð fyrir iðnaðarlóðum á norðurhluta þess svæðis sem á uppdrætti Kanon arkitekta er merkt sem framtíðarbyggingarland sbr. meðf. uppdrátt Benedikts Björnssonar.
3. Merkingar í Reykárhverfi
Fyrir lágu tvær tillögur, frá Stíl annars vegar og fyrirtækinu Teikn á lofti hins vegar. Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við Teikn á lofti og verði sveitarstjóra falið að vinna að framgangi málsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20