Skipulagsnefnd

23. fundur 11. desember 2006 kl. 21:12 - 21:12 Eldri-fundur

23. fundur skipulagsnefndar er haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi þann 3. júní 2003 kl. 17.30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá:
1. Umsókn um leyfi til byggingar aðstöðuhúss á lóð úr landi Leynings. Umsagnir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar
2. Umsókn um leyfi til fjósbyggingar í öxnafelli

 

Afgreiðsla:

 

1. Bygging aðstöðuhúss í landi Leynings
Nefndin samþykkti á fundi sínum þann 8. apríl 2003 að mæla með að leyfi til byggingarinnar yrði veitt, en þá lágu ekki fyrir umsagnir Skipulagsstofnunar eða Umhverfisstofnunar. Umsagnir þessara aðila hafa nú borist. Umhverfisstofnun segir í sinni umsögn að ekki ætti að leyfa byggingu á lóðinni og Skipulagsstofnun tekur undir það sjónarmið. Skipulagsnefnd bendir hins vegar á að þessir sömu aðilar lögðust ekki gegn því að veitt væri leyfi til byggingar frístundahúss á lóð úr landi Leynings þegar umsókn um þá byggingu var til umfjöllunar hjá skipulagsyfirvöldum í nóv. og des. s. l. Um það vitnar bréf Náttúruvendar ríkisins (nú Umhverfisstofnun) dags. 20. nóv. 2002, sbr. einnig bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. des. s. á. Helsta röksemd skipulagsyfirvalda (skipulagsnefndar) fyrir því að sú bygging yrði leyfð var sú að lóðin var á jaðri hinna eiginlegu Leyningshóla og féllust bæði Skipulagsstofnun og Náttúruvernd ríkisins á þau rök. Með vísan til þess telur skipulagsnefnd ekki efni til að hafna umsókn Sigurðar H. Baldurssonar um byggingu á lóð sinni úr landi Leynings sbr. umsókn hans frá 7. apríl 2003 og mælir hún með að sveitarstjórn kynni umsagnaraðilum þá niðurstöðu nefndarinnar.

 

2. Umsókn um leyfi til fjósbyggingar í öxnafelli
Fyrir liggur umsókn ábúenda ásamt með yfirlits- og afstöðumyndum dags. í apríl 2003. Einnig er fyrirliggjandi umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. maí 2003 þar sem hún leggst ekki gegn því að byggingarleyfi verði veitt. Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki umsóknina.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.37.

Getum við bætt efni síðunnar?