219. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. maí 2014 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Emilía Baldursdóttir aðalmaður, Jón Stefánsson aðalmaður, Einar Gíslason varamaður, Anna
Guðmundsdóttir varamaður og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. 1404010 - Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði
Fjallað var um hugmyndir að strengjaleiðum fyrir háspennustreng, svokallaða Kröflulínu.
Nefndin styður að kannaður verði kostnaður við lagningu jarðstrengs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Nefndin telur leið 3b æskilegri en 3a m.t.t.
umhverfisáhrifa.
2. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Fjallað var um fyrirliggjandi tillögu að stíg milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar.
Vegna þess hve stutt er í kosningar er ekki talið rétt að fara í kynningarferli að sinni.
3. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
áætlunin var send Skipulagsstofnun til yfirferðar og komu tvær athugasemdir frá stofnuninni. önnur varðar hálendisvegi og er byggð á
misskilningi, en hin varðar kynningarfund sem nú hefur verið auglýstur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30