218. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 23. apríl 2014 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Sigurður Eiríksson, Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Einar Grétar Jóhannsson varamaður og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. 1404007 - Hrafnagil - bráðabirgðaleyfi fyrir húsi
Erindinu frestað til að afla frekari gagna.
2. 1404008 - öngulsstaðir 1 - aðgreining íbúða
Eigendur öngulsstaða 1 óska eftir að íbúðir hússins verði aðgreindar með bókstöfum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
3. 1304010 - þverárnáma deiliskipulag
Athugasemdafrestur vegna deiliskipulagsins er liðinn og eina athugasemdin sem barst var frá skipulagsnefndinni, sbr. fundargerð fundar nr. 217.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagið með því skilyrði að tekið verði fullt tillit til athugasemdarinnar.
4. 1404010 - Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að
Bíldsárskarði
Skipulagsnefnd Akureyrar hefur óskað eftir tilnefningu Eyjafjarðarsveitar í starfshóp um útfærslu á flutningsleiðum raforku frá
Kífsá að Bíldsárskarði.
Tillaga nefndarinnar er að fulltrúar Eyjafjarðarsveitar í starfshópnum verði Elmar Sigurgeirsson, Jón Stefánsson og skipulagsfulltrúi
Eyjafjarðarsveitar.
5. 1404011 - þverá - leyfi til sandtöku
Sótt er um leyfi til efnistöku í landi þverár sunnan hitaveitupípu.
Svæðið er ekki skilgreint sem efnistökusvæði í aðalskipulagi og ekki í skýrslu Veiðimálastofnunar um möguleg
efnistökusvæði.
Erindinu hafnað.
6. 1003011 - Breyting á samþykkt um gatnagerðargjald
Rætt var um úthlutun lóða við Bakkatröð. ákveði sveitarstjórn að úthluta lóðum í samræmi við tilboð
Oka ehf. telur skipulagsnefnd að heimila megi efnistöku úr sandnámu við Grísará vegna jarðvegsskipta í lóðunum.
7. 1404005 - Stofnun fólkvangs í Glerárdal
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15