Skipulagsnefnd

217. fundur 04. apríl 2014 kl. 09:05 - 09:05 Eldri-fundur

217. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. apríl 2014 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Sigurður Eiríksson, Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Anna Guðmundsdóttir varamaður og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Sigurður Eiríksson.

Dagskrá:

1.     1403020 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir Litla-Garð
Sýslumaður óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis heimagistingar í Litla-Garði.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
Jón vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
         
2.     1403016 - Brúnalaug - gistihús
Fyrir liggur ný afstöðumynd af byggingarreit gistihúss að Brúnalaug.
ákveðið að setja erindið í grenndarkynningu.
         
3.     1310008 - Svarta húsið við Jólagarðinn
Benedikt Ingi Grétarsson sækir um að mörkuð verði sér lóð utan um verslunarhús, ”SvartaHúsið” sem verið er að reisa við Jólagarðinn í samræmi við teikningu frá Búgarði dags. 07.03.2014.
Erindið samþykkt.
         
4.     1304010 - þverárnáma deiliskipulag
í auglýstri greinargerð með deiliskipulagi þverárnámu hefur fallið út eftirfarandi texti í vinnslu- og frágangsáætlun um svæði ES16-E.
”Allar leifar varahlutalagers og rusl verður búið að fjarlægja í júní 2014.”
Skipulagsnefnd telur að þessi málsgrein verði að vera í greinargerðinni.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15






Getum við bætt efni síðunnar?