Skipulagsnefnd

21. fundur 11. desember 2006 kl. 21:10 - 21:10 Eldri-fundur

21. fundur skipulagsnefndar var haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugaland, fimmtudaginn 13. feb. 2003 kl. 17.15.

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar V. Eyþórsson, Sigurður Eiríksson.

 

Dagskrá:
1. Erindi Guðmundar J. Guðmundssonar og Guðrúnar Egilsdóttur dags. 8. des. 2002
2. Erindi Kristjáns þorvaldssonar og Kristínar þórsdóttur dags. 30. jan. 2003
3. Erindi GðmundarLárussonar dags. 22. jan. 2003
4. Fyrirspurn Guðmundar Lárussonar dags. 22. jan. 2003
5. Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018

 

Afgreiðsla:

 

1. Erindi Guðmundar J. Guðmundssonar og Guðrúnar Egilsdóttur
í erindinu mótmæla þau afgreiðslu sveitarstjórnar á athugasemdum þeirra við tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Hólshúsa (afg. í skipulagsn. 19. nóv. 2002 og samþykkt af sveitarstj. 26. nóv. s. á.). í athugasemdinni kröfðust þau þess að landeigandanum yrði gert skylt að girða landið af. Skipulagsnefnd vísaði til þess í afgreiðslu sinni að sú skylda hvíldi á landeigendum skv. girðingarlögum, nr. 135/2001, að girða land sitt. því væri ekki ástæða til að krefjast þess sérstaklega í skipulagsskilmálum þar sem það tryggði ekki uppsetningu og viðhald girðinga umhverfis skipulagssvæðið umfram það sem fyrrnefnd lög ákveða. Nefndin telur því engin efnisleg rök mæla með breytingu á fyrri afgreiðslu þessa máls og heldur sig við hana. Hins vegar tekur nefndin undir ábendingar bréfritara um að ástand þeirra girðing, sem landeiganda ber að annast, sé óásættanlegt og leggur hún til að honum verði bent á skyldur sínar í þeim efnum.

 

2. Erindi Kristjáns þorvaldssonar og Kristínar þórsdóttur

í erindinu er sótt um leyfi til að byggja frístundahús á spildu úr landi Sámsstaða. Erindinu fylgir afstöðumynd og yfirlitsuppdráttur ásamt samþykki meðeigenda að jörðinni.
Nefndin mælir með að erindið verði samþykkt.

 

3. Erindi Guðmundar Lárussonar
í erindinu fer bréfritari fram á að skipta eignarlóð (Ekra) sinni úr landi Ytri-Varðgjár í þrjár íbúðarhúsalóðir og vísar í því samhengi til lóðarsamnings frá 25. nóv. 1987. í þeim samningi segir að byggja megi á lóðinni tvö íbúðarhús og dýraspítala. það skipulag er samþykkt af skipulagsstjórn 1988. Byggingarnefnd hefur á fundi 15. júní 1989 veitt byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og dýraspítala á umræddri lóð. Einungis íbúðarhúsið var byggt. Skipulagsnefnd lítur svo á að fyrrnefndt erindi kalli á breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 ? 2014 og mælir með að málinu verði vísað til þeirrar endurskoðunar sem nú fer fram á slipulaginu.

 

4. Fyrirspurn frá Guðmundi Lárussyni
Með fyrirspurninni, sem lítur að heimild til að byggja einbýlishús í landi Reinar, fylgir uppdráttur sem sýnir staðsetningu hússins og bréf frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar, dags. 1. júlí 1998, frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar d. s. d. og Náttúruverndarnefnd Eyjafjarðarsýslu dags. 6. júní 1998. þessir aðilar samþykkja fyrir sit leyti byggingu hússins. Bréf þessi eru stíluð á Eirík Bóasson, þáv. eiganda Reinar. Engin formleg umsókn um þessa byggingu virðist hins vegar hafa borist sveitarstjórn. Skipulagsnefnd lítur svo á að vilji bréfritari leita heimildar til byggingar einbýlishúss í landi Reinar þurfi hann að leggja fram formlega umsókn með þeim fylgigögnum sem lög og verklagsreglur kveða á um. þá vekur nefndin athygli á því að lóð Reinar er leigulóð frá Höskuldsstöðum og samþykki landeiganda þurfi því einnig fyrir byggingu á lóðinni.

 

5. Breyting á svæðisskipulagi
í gildandi Svæðisskipulagi Eyjafjarðar er ekki gert ráð fyrir íbúðarbyggð í landi Hólshúsa. Fyrir liggur uppdráttur er sýnir breytinguna og á honum er yfirlýsing um að sveitarstjórn bæti hugsanlegt tjón af völdum breytingarinnar. Breytingin hefur verið kynnt eins og lög gera ráð fyrir. Nefndin leggur til að breytingin verði samþykkt.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00

Fundargerð skráði Bjarni Kristjánsson.

Getum við bætt efni síðunnar?