216. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 11. mars 2014 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Emilía Baldursdóttir aðalmaður, Jón Stefánsson aðalmaður, Sigurður Hólmar Kristjánsson
aðalmaður, Einar Gíslason varamaður og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. 1402019 - Kæra v. synjunar skipulagsnefndar á umsókn um úthlutun
landsnúmers
Borist hefur afrit af kæru vegna neitunar um að úthluta landnúmeri út í lón. Sveitarstjóra falið að rökstyðja álit
nefndarinnar.
2. 1403006 - ósk um framkvæmdaleyfi v. reiðvegar
Hestamannafélagið Léttir óskar eftir leyfi til að byggja reiðveg neðan Eyjafjarðarbrautar eystri frá gömlu þverbrautinni og suður að
þverá ytri.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að gera tillögu að skipulagslýsingu fyrir slíkan veg og huga jafnframt
að hjóla- og gönguleið.
3. 1403016 - Brúnalaug - gistihús
Gísli Hallgrímsson óskar eftir leyfi til að staðsetja lítið gistihús við Brúnalaug í samræmi við uppdrátt
dags.10.3,2014 frá Búgarði. Skipulagsnefnd telur æskilegast að jörðin verði deiliskipulögð til að nýta megi landið sem best og að
fjarlægðarmörk séu virt.
4. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Jónína E. þorsteinsdóttir hefur byggt íbúðarhúsið álfaslóð ofan Leifsstaðavegar og búið þar undanfarin
ár án þess að hafa þar lögheimili. óskar hún eftir að lóðinni verði breytt úr frístundasvæði í
íbúðarsvæði.
Lóðin liggur að íbúðarsvæði að sunnan og vestan. Skipulagsnefnd telur að lóðin uppfylli öll skilyrði sem gerð eru til
íbúðarsvæðis og samþykkir því breytinguna.
Um óverulega breytingu á aðalskipulagi er að ræða og hefur hún lítil áhrif á einstaka aðila og nær einungis til lítils
svæðis.
5. 1403013 - Aðalskipulagsbreyting - Naustabraut
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00