Skipulagsnefnd

213. fundur 10. janúar 2014 kl. 09:23 - 09:23 Eldri-fundur

213. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. janúar 2014 og hófst hann
kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Sigurður Eiríksson, Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.

Jón Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu á 2. lið dagskrár.

Dagskrá:

1. 1310008 - Svarta húsið við Jólagarðinn
Jólagarðurinn ehf. óskar eftir heimild til að staðsetja nýtt verslunarhús á lóð Jólagarðsins auk þess að gera nýja innkeyrslu og bílastæði í samræmi við afstöðumynd frá H.S.á. teiknistofu dags. 2.10.2013.
Grenndarkynningu er lokið og engin mótmæli bárust. Auk þess hefur Vegagerðin samþykkt undanþágu frá fjarlægðarreglum mannvirkja frá vegi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
         
2. 1401001 - Stofnun lóðar í landi Teigs
Stefán þórðarson ehf. óskar eftir að stofnuð verði sérstök lóð umhverfis svínahúsið að Teigi í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 20.12.2013. Landið verði áfram í landbúnaðarnotum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
         
3. 1401004 - Ysta-Gerði - stofnun lóðar
þorvaldur Hallsson óskar eftir leyfi til að stofna lóð úr landi Ysta-Gerðis kring um gestahús sitt í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 06.01.2014. Landið verði áfram í landbúnaðarnotum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
         
4. 1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
Auglýsingatími vegna endurauglýsingar deiliskipulags að Arnarholti er liðinn. Borist hefur ein athugasemd frá Tómasi Inga Olrich þess efnis að ekki verði akstursbraut sunnan Arnarholts heldur eingöngu göngustígur.
Samkvæmt skipulagsuppdrætti og greinargerð er aðkoma að efri lóðunum austan við þær, en skipulagsnefnd leggur til að uppdrætti verði breytt lítilsháttar til að taka af allan vafa varðandi þetta atriði.
Deiliskipulagið samþykkt með þeim breytingum.
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?