Skipulagsnefnd

212. fundur 29. nóvember 2013 kl. 16:05 - 16:05 Eldri-fundur

212. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 28. nóvember 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Sigurður Eiríksson aðalmaður, Jón Stefánsson aðalmaður, Sigurður Hólmar Kristjánsson aðalmaður, Einar Gíslason varamaður og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.
Jónas vék af fundi við afgreiðslu 3.liðar.

Dagskrá:

1.  1311014 - Framkvæmdaleyfi vegna efnislosunar
 Heimavöllur óskar eftir heimild til að losa efni á tvö svæði við Eyjafjarðarbakka í landi Hvamms í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 22.11.2013. Svæðið er samtals 7,8 ha. og þar af votlendi innan við 3 ha.
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdina.
   
2.  1311028 - Blómaskálinn Vín - breytt landnotkun
 Tekin var fyrir fyrirspurn frá Dalbjörg hvort breyta þurfi skipulagi vegna kaupa hjálparsveitarinnar á Blómaskálanum Vín.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að breyta aðalskipulagi vegna breyttrar notkunar á húsinu.
   
3.  1311029 - Frágangur á Melgerðismelum
 Hestamannafélagið Funi hyggst lagfæra skemmdir eftir flóð vegna Djúpadalsvirkjunar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina.
   
4.  1205031 - Syðri-Varðgjá - deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu
 Skipulagsnefnd telur að afgreiðsla þessa máls hafi dregist úr hófi fram og leggur áherslu á að því ljúki sem allra fyrst.
   
5.  1311021 - 13. fundur framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúaembættisins
 Fjallað var um tillögur að ráðningu sameiginlegs skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir fjögur sveitarfélög í Eyjafirði.
Skipulagsnefnd telur kostnaðaraukann fyrir sveitarfélagið umhugsunarverðan.
   
6.  1311030 - Fjárhagsáætlun skipulagsnefndar 2014
 Fjárhagsáætlun samþykkt.
   
7.  1311005 - Syðri-Hóll - skipting í þrjár jarðir
 Eigendur Syðra-Hóls óska eftir staðfestingu á landskiptum á landi Syðra-Hóls í þrjár jarðir og jafnframt staðsetningu byggingarreits á einum jarðarpartinum í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags.30.9.2013. Einnig er óskað eftir umsögn vegna væntanlegra umsókna eigenda um stofnun tveggja nýrra lögbýla og staðfestingu á nöfnunum Syðri-Hóll 2 og Syðri-Hóll 3 á nýju jörðunum.
Skipulagsnefnd telur óæskilegt að að skipta jörðum upp í marga litla og ósamstæða parta, en til að gætt sé jafnræðis og meðalhófs telur nefndin ekki fært annað en að samþykkja landskiptin.
Sigurður Eiríksson telur samþykki á skiptingu bújarðar í marga ósamliggjandi hluta með mismunandi eignarhaldi vera í algerri andstöðu við skipulagsmarkmið á landbúnaðarsvæðum og greiðir því atkvæði gegn samþykktinni.
Ekki er hægt að samþykkja byggingarreitinn fyrr en fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi haf tekið gildi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur á nýjum nöfnum.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?