211. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 12. nóvember 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Sigurður Eiríksson, Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.
Emilía vék af fundi undir umræðum um 1. lið dagskrár.
Dagskrá:
1. 1311005 - Syðri-Hóll - skipting í þrjár jarðir
Erindinu frestað til að afla frekari gagna.
2. 1311010 - Reykhús - sandtaka úr áreyrum
Páll Ingvarsson óskar eftir leyfi til að taka 2.000 m³ af sandi úr áreyrum Eyjafjarðarár fyrir landi Reykhúsa. Erindið
samþykkt með fyrirvara um leyfi Fiskistofu og samþykki allra landeigenda á svæði ES27.
Að efnistöku lokinni skal fjarlægja vegslóða á a.m.k. 25 m kafla frá árbakka.
3. 1311011 - Lagfæring á hrygningarstöðum í Eyjafjarðará
Veiðifélag Eyjafjarðarár óskar eftir leyfi til að lagfæra hrygningarsvæði á 5. veiðisvæði
Eyjafjarðarár í samræmi við tillögur Erlendar Steinars Friðrikssonar. Leyfi Fiskistofu liggur fyrir en ekki leyfi allra landeigenda.
Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki viðkomandi landeigenda.
4. 1108016 - þverárnáma - matsáætlun
Skipulagsnefnd hefur borist tillaga að endanlegri matsskýrslu vegna þverárnámu. Matsaðili hafnar að úttekt
Veiðimálastofnunar frá 12. október 2011 verði sett inn sem fylgiskjal með matsskýrslu.
ákveðið að ítreka við Skipulagsstofnun um mikilvægi þess að úttektin verði sett inn í matsskýrsluna sem fylgiskjal.
5. 1311017 - Bakkavarnir við Grund
Ljósaborg ehf. óskar eftir leyfi til að verja bakka Eyjafjarðarár fyrir landi Grundar. Erindið samþykkt með fyrirvara um leyfi
Fiskistofu. Fylgt verði ráðleggingum Landgræðslu ríkisins við framkvæmdina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55