Skipulagsnefnd

209. fundur 21. október 2013 kl. 09:48 - 09:48 Eldri-fundur

209. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 17. október 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Sigurður Eiríksson, Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Anna Guðmundsdóttir varamaður og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.

 

Dagskrá:

1.  1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
 Gunnar H. Guðmundsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri kom á fundinn undir umræðum um þennan lið.
Vegagerðin mun skila af sér umsögn um fyrirliggjandi tillögur.
   
2.  1308011 - Brúnahlíð 1 - beiðni um leyfi fyrir geymslugámi
 Eigendur Brúnahlíðar 1 óska eftir leyfi til að setja niður 20 feta gám á lóð sína. Erindið fór í grenndarkynningu og engin mótmæli bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en mannvirkið þarf samþykki byggingarnefndar.
   
3.  1003033 - Kaupangsbakkar - leyfi til efnistöku
 Hestamannafélagið Léttir óskar eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi vegna efnistöku til eigin nota fyrir landi Kaupangsbakka.
Erindið samþykkt en efnið verði einungis notað til viðhalds reiðvegar og gerðis á Kaupangsbökkum og tekið fyrir landi hestamannafélagsins. Framkvæmdatíminn sé frá 1. nóvember n.k. til 30. apríl 2014.
   
4.  1310006 - Ytri-Tjarnir - Umsókn um lóð fyrir sumarbústað
 Kristján Baldursson óskar eftir að stofnuð verði lóð utan um sumarbústað í landi Ytri-Tjarna í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 12.9.2013.
Erindið samþykkt.
   
5.  1310009 - Litli-Hvammur; viðbygging
 Grétar Sigurbergsson óskar eftir heimild til að byggja við íbúðarhúsið í Litla-Hammi auk bílgeymslu.
Erindið samþykkt í samræmi við 1.tl. 57. gr. skipulagslaga.
   
6.  1310008 - Svarta húsið við Jólagarðinn
 Benedikt Grétarsson óskar eftir heimild til að byggja verslunarhús og gera nýtt bílastæði við Jólagarðinn.
ákveðið að setja erindið í grenndarkynningu og óska umsagnar Vegagerðarinnar.
   
7.  0908016 - Laugafell - Umsókn um leyfi til að byggja hús suður af Eyjafjarðardrögum
 Félag vélsleðamanna (EY-LíV) kt. 500196-3789 sækir um framlengingu á leyfi til að byggja hús í Laugafelli allt að 60 m² að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta félaginu byggingarreit B6 samkvæmt deiliskipulagi, enda uppfylli félagið skilyrði deiliskipulagsins og forsætisráðuneytis sem fram koma í bréfi, dags. 16. febrúar 2010. Skipulagsnefnd samþykkir að framlengja leyfið þannig að framkvæmdir hefjist innan tveggja ára og byggingartíminn verði ekki lengri en tvö ár.
   
8.  1308001 - Ytri-Varðgjá - frístundahús
 Borist hefur svar frá Svalbarðsstrandarhreppi, sem leggst gegn aðkomu að húsinu.
þar sem ekki hefur tekist að finna heppilega aðkomu að húsinu og erfitt er að uppfylla gildandi fjarlægðarmörk í aðalskipulagi getur skipulagsnefnd ekki orðið við erindinu.

Emilía fór af fundi eftir umræður við 7. lið dagskrár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55

Getum við bætt efni síðunnar?