Skipulagsnefnd

207. fundur 26. september 2013 kl. 13:04 - 13:04 Eldri-fundur

207. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 24. september 2013
og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Emilía Baldursdóttir aðalmaður, Sigurður Hólmar Kristjánsson aðalmaður, Einar Gíslason varamaður, Anna Guðmundsdóttir varamaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.


Dagskrá:

1. 1309017 - Grísará - framkvæmdaleyfi vegna sandnámu
Hreiðar B. Hreiðarsson óskar eftir heimild til efnistöku úr áreyrum Eyjafjarðarár fyrir landi Grísarár. ætlunin er að taka sand til notkunar til að sanda í kring um hitaveitulögn sem verið er að leggja frá Finnastöðum að Miklagarði. Hægt er að taka sandinn án þess að hrófla við ánni eins og hún rennur nú. Fyrir liggur leyfi Fiskistofu og samþykki Veiðifélags Eyjafjarðarár.
Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út fyrir allt að 1.000 m³ af sandi í samræmi við umhverfisskýrslu um efnistökusvæði. Gengið verði frá svæðinu þannig að ekki verði slysahætta og að áin geti jafnað út ummerkin. Framkvæmdum verði lokið eigi síðar en um næstu áramót.
 
 
    

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?