206. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 5. september 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Elmar Sigurgeirsson, Formaður.
Farið var í vettvangsferð í Austurhlíð, þverá og Kommu.
Dagskrá:
1. 1308001 - Austurhlíð frístundahús
Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir sækir um heimild til að setja upp frístundarhús á landspildu sinni úr landi Austurhlíðar.
Miðaðvið núgildandi reglur er varla hægt að koma fyrir byggingarreit á spilldunni. Auk þess er aðkoman samkvæmt uppdrætti mjög
erfið.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.
2. 1304010 - þverárnáma deiliskipulag
Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulaginu í samræmi við umræður á
fundinum.
3. 1306020 - Hrafnagilshverfi IV - breyting á deiliskipulagi
Athugasemdarfrestur vegna breytingar á deiliskupulaginu er liðinn og engar athugasemdir bárust. Deilskupulagsbreytingin verður send Skipulagsstofnunar til
samþykktar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30