204. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. júní 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. 1306007 - Beiðni um umsögn á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar
Kjarna, Hamra og Götu Sólarinnar
Lagt fram til kynningar.
2. 1306017 - Beiðni um umsögn vegna aðalskipulagsbreytingu á hafnarsvæði, reiðleiðum og
íbúasvæði við Hesjuvelli
Lagt fram til kynningar.
3. 1306021 - Aðkoma að Djúpaseli - endurupptaka
Sigurður Valdimarsson óskar eftir endurupptöku vegna aðkomu að frístundahúsi við Djúpadalsvirkjun.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við málsaðila og leyta lausna.
4. 1306020 - Hrafnagilshverfi IV - breyting á deiliskipulagi
Fjallað var um tillögur að breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis austan Eyjafjarðarbrautar vestri.
Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulaginu verði breytt þannig að raðhúsalóðir verði á suðurmörkum svæðisins í
samræmi við teikningar arkitekts en skipulagi verði ekki breytt að öðru leyti.
Lagt til að skipulagið fari í auglýsingu með þessari breytingu.
5. 1304010 - þverárnáma deiliskipulag
Fyrstu drög að deiliskipulagi lögð fram til kynningar.
6. 1306026 - Kolgrímastaðir efnistaka
þverá golf óskar eftir leyfi til að vinna allt að 2.500 m³ af slitlagsefni úr skriðu í landi Kolgrímastaða.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um samþykki landeiganda og að svæðið þoli þessa efnistöku.
Nánari skilyrði um vinnslu og frágang verði sett í framkvæmdaleyfi.
7. 1306019 - Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, akstursíþrótta- og
skotsvæði
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00