203. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. júní 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Jónas Vigfússon og Einar Grétar Jóhannsson
varamaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður Eiríksson, .
Dagskrá:
1. 1306001 - Rútsstaðir - lóð undir nýbyggingu
Umbeðin íbúðarbygging er áætluð um það bil 35 metrum frá landamerkjum en lágmarksfjarlægð er 50 metrar skv.
aðalskipulagi. Ekki er undanþáguheimild í aðalskipulaginu hvað varðar fjarlægð íbúðarbygginga frá landamerkjum. Verið er
að vinna viðauka við aðalskipulag þar sem opnað er á undanþágur frá fjarlægðarmörkum í sérstökum tilvikum.
Nefndin fór á vettvang og skoðaði aðstæður og er sammála um að staðsetning hússins, eins og hún er ætluð, félli undir
slík tilvik vegna staðhátta og undanþága verði samþykkt þegar viðaukinn telst lögformlega hluti aðalskipulags enda liggi samþykki
eigenda beggja jarða fyrir.
2. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Lokið við viðauka við aðalskipulag og skipulagsstjóra falið að koma honum í lögformlegt kynningar- og samþykktarferli.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15