202. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 30. maí 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Jónas Vigfússon og Anna Guðmundsdóttir
varamaður.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.
Dagskrá:
1. 1305020 - Hólshús - umsókn um leyfi til að byggja við
íbúðarhús
Valur ásmundsson óskar eftir heimild til viðbyggingar við íbúðarhús hans og Dagnýjar Kristjánsdóttur að
Hólshúsum í samræmi við teikningu frá AVH-teiknistofu dags. 13. maí s.l.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að umhverfisráðuneyti samþykki undanþágu vegna nálægðar við
þjóðveg.
2. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Fjallað var um athugasemdir Landsnets vegna tillögu að svæðisskipulagi en þær verða teknar fyrir á fundi svæðisskipulagsnefndar n.k.
mánudag.
Skipulagsnefnd telur ekki að athugasemdir Landsnets eigi við um Eyjafjarðarsveit en hefur þá afstöðu að fari Blöndulína 3 um Eyjafjarðarsveit
eigi hún að fara í jörð þar sem hún þverar sveitina.
3. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Haldið áfram vinnu við viðauka við aðalskipulag.
4. 0909003 - Reykhús - Umsókn um leyfi fyrir sandtöku úr Eyjafjarðará
Anna Guðmundsdóttir fór af fundi fyrir afgreiðslu þessa máls.
þann 21. september 2009 var Páli Ingvarssyni heimilað að taka sand úr Eyjafjarðará fyrir landi Reykhúsa samkvæmt
47. gr. laga um náttúruvernd, enda yrði árfarvegi ekki raskað.
Lagður hefur verið vegur til að sækja sandinn og er leyfishafa gert að fjarlægja veginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10