200. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 8. maí 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Jónas Vigfússon og Einar Grétar Jóhannsson
varamaður.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1304014 - Espilundur-ósk um stækkun á lóð
Kristinn V. Jónsson og ásta G. Sveinsdóttir eigendur íbúðarhússins Espilundar (landnúmer 189169) óska eftir samþykki um
stækkun á lóð samkvæmt teikningu frá Búgarði dags. 23.04.2012. Erindið samþykkt með fyrivara um samþykki annarra eigenda og að
landið verði áfram í landbúnaðarnotum.
2. 1304027 - Ytra-Laugaland 2
þorgerður Guðmundsdóttir óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir geymslugám við íbúðarhúsið að
Ytra-Laugalandi 2.
Skipulagsnefnd samþykkir að stöðuleyfið verði framlengt um eitt ár. árið verði notað til að finna varanlega lausn.
3. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Tillögur að stíg skoðaðar og ákveðið að halda fund með fulltrúum Vegagerðar í næstu viku.
4. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Umsagnarferli vegna tillögu að svæðisskipulagi er lokið. Svæðisskipulagsnefnd telur að breytingar á skipulagstillögunni gefi ekki tilefni til
sérstakrar umfjöllunar hjá sveitarstjórnum og leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þá málsmeðferð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00