191. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 31. janúar 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Lagt fram til kynningar.
2. 1210014 - Tilkynning um Giljahverfi
Lagt fram til kynningar.
3. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Farið var yfir tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar. Skipulagsnefnd telur rétt að breyta umhverfisskýrslu áætlunarinnar í
samræmi við breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar varðandi efnistökusvæði. þá verði texta í gr. 4.4.2 í
umhverfisskýrslu breytt þannig að skipulagskostir munu felast annars vegar í vali milli loftlínu og jarðstrengs og hins vegar í legu þeirrar
flutningsleiðar sem verður fyrir valinu. Stefnt verði að samanburði skipulagskosta út frá áhættugreiningu, umhverfissjónarmiðum og
ólíkum lausnum.
Skipulagsnefnd leggur til að skipulagstillagan verði samþykkt til auglýsingar með áður bókuðum breytingum.
4. 1301012 - Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024
Lagt fram til kynningar.
5. 1301007 - Minjastofnun íslands tekur til starfa
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50