190. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 24. janúar 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Jónas Vigfússon og Anna Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar
2005-2025
Rætt var um endurskoðun aðalskipulags og farið yfir meginmarkmið. ákveðið að vísa köflum 2.1.1 og 2.4.5 til umsagnar umhverfisnefndar,
ákveðið að halda áfram með endurskoðun aðalskipulags fundi eftir 3 vikur. þá verði farið yfir tillögu að skipulagslýsingu og
forsendur og fjarlægðarmörk fyrir íbúðar- og orlofshús.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00