189. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 10. janúar 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Jón Stefánsson boðaði forföll.
Dagskrá:
1. 1208016 - Torfufell - umsókn um byggingarreit
Sigfríður Angantýsdóttir óskar eftir að fá að byggja aðstöðuhús á sumarbústaðalandi sínu að
Torfufelli.
Skipulagsnefnd samþykkir tímabundið stöðuleyfi þar til áður samþykkt hesthúsbygging hefur risið.
2. 1210017 - Víðines - umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegun óskar eftir heimild til efnistöku í Víðinesi.
Samþykkt er efnistaka til þriggja ára, en bent á að sækja þarf um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
3. 1210018 - Akur - umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegun óskar eftir heimild til efnistöku úr áreyrum í landi Akurs.
Samþykkt er efnistaka allt að 1.000 m³ til eins árs, en áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út þarf að liggja fyrir leyfi Fiskistofu
og leiðbeining um heimila vinnsludýpt og frágang.
4. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
Frestað.
5. 1212010 - Hjálmsstaðir - ósk um breytingu frá deiliskipulagi
Páll Yngvarsson óskar eftir tímabundið leyfi til að setja upp stakar rotþrær við hvort þeirra húsa, sem eru í byggingu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið, en óskar eftir teikningu með staðsetningu rotþrónna.
6. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
ákveðið að funda eftir hálfan mánuð.
7. 1208009 - Ytri-Hóll II - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
Lögð var fram frágangsáætlun vegna efnisnámu að Ytra-Hóli II.
Skipulagsnefnd samþykkir frágangsáætlunina, en þó með þeim takmörkunum að efnistakan, sem tengist fráganginum verði ekki meiri en
2.000 m³ og dýpt efnistökunnar fari ekki niðurfyrir vatnshæð þverárinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30