188. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 6. desember 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1211026 - Skák - afmörkun lóðar
Hreiðar B. Hreiðarsson óskar eftir heimild til að afmarka lóð úr landi Skákar í samræmi við uppdrátt frá
Búgarði dags. 26.10.2012.
Erindið samþykkt.
2. 1211027 - þórustaðir 7 - umsókn um stofnun lóðar
Helgi örlygsson óskar eftir að minnka lóð við örlygsstaði, landnr. 216579, í samræmi við uppdrátt frá Búgarði
dags. 26.10.2012.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að landið gangi til baka undir landbúnaðarlandið að þórustöðum
2.
3. 1211033 - Grænahlíð - stofnun lóðar
óskar Kristjánsson í Grænuhlíð óskar eftir heimild til að afmarka lóð úr landi Grænuhlíðar í
samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 15.10.2012.
Erindið samþykkt.
4. 1207007 - Leifsstaðabrúnir 13a - Beiðni um breytingu á byggingarskilmálum
Eigendur Leifsstaðabrúnar 13a óska eftir breytingum á skipulagsskilmálum þannig að þau fái að byggja steinsteyptan kjallara undir
timburhús.
Umsóknin var send í grenndarkynningu og engar athugasemdir gerðar.
Erindið samþykkt.
5. 1003033 - Kaupangsbakkar - leyfi til efnistöku
Hestamannafélagið Léttir óskar eftir leyfi til efnistöku fyrir landi sínu að Kaupangsbökkum sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Efnið skal
nota við viðgerð á reiðvegi á svæðinu.
Umsagnir hafa borist frá Umhverfisstofnun, Fiskistofu, umhverfisnefnd og Veiðifélagi Eyjafjarðarár.
Erindið samþykkt enda hefur fyrirhuguð efnistaka minni umhverfisleg áhrif en sú framkvæmd að sækja efnið út fyrir svæðið.
Sveitarstjóra falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við umhverfisskýrslu, skýrslu Veiðimálastofnunar um möguleg
efnistökusvæði á vatnasvæði Eyjafjarðarár og aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar. Framkvæmdum skal lokið fyrir 15. apríl 2013.
6. 1212007 - Skálpagerði - umsókn um framkvæmdaleyfi
Hörður Harðarson óskar eftir leyfi til efnistöku og frágangs á malarnámu ES20 í Skálpagerði. Frágangsáætlun
fylgir erindinu.
Erindið samþykkt og skipulagsnefnd leggur áherslu á að úttekt fari fram við frágangslok.
7. 1212008 - Syðri-Varðgjá, umsókn um stofnun lóðar
Egill Jónsson eigandi jarðarinnar Syðri-Varðgjár óskar eftir samþykki fyrir því að taka úr landbúnaðarnotkun og
þinglýsa sem sjálfstæðri eign, lóð út úr jörðinni Syðri-Varðgjá. Lóðin er í tveim hlutum, annar
hlutinn er í lóni sem er skilgreint sem strandsvæði í flokki A skv. aðalskipulagi. Hinn hlutinn er skilgreindur sem vegsvæði skv. gildandi
deiliskipulagi.
Erindinu hafnað því skipulagsnefnd samþykkir ekki að lóðin nái út í lónið.
árni Kristjánsson tilkynnti að hann væri að láta af störfum í skipulagsnefnd og þakkaði fyrir gott og
ánægjulegt samstarf.
Aðrir fundarmenn óska árna velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi og þakka gott samstarf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10