187. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. nóvember 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1211012 - Fjárhagsáætlun skipulagsnefndar 2013
Gerð var tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. ætlunin er að fara í endurskoðun aðalskipulags á næsta
ári og skýrir það hækkun milli ára.
2. 1003033 - Kaupangsbakkar - leyfi til efnistöku
Hestamannafélagið Léttir óskar eftir leyfi til efnistöku fyrir landi sínu að Kaupangsbökkum. Landið er á
náttúruminjaskrá og því hefur verið óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar.
ákveðið að óska einnig umsagnar umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar og afgreiða erindið þegar umsagnir liggja fyrir.
3. 1210018 - Vegun ehf - umsókn um framkvæmdaleyfi í landi Akurs
Vegun óskar eftir leyfi til efnistöku í landi Akurs. Nánari upplýsingar vantar í umsóknina um framkvæmdina.
Erindinu frestað.
4. 1210017 - Vegun ehf - umsókn um framkvæmdaleyfi í landi Víðiness
Vegun óskar eftir leyfi til efnistöku í landi Víðiness. Nánari upplýsingar vantar í umsóknina um framkvæmdina.
Erindinu frestað.
5. 1209034 - Landsskipulagsstefna 2013-2024 og umhverfisskýrsla
Fjallað var um tillögu að landskipulagsstefnu sem er í kynningu.
Umræður sköpuðust um stefnumörkun um búsetumynstur, en ekki talin ástæða til að gera athugasemd.
6. 1208016 - Torfufell - umsókn um byggingarreit
Sigfríður Angantýsdóttir óskar eftir heimild fyrir byggingarreit fyrir hesthús á frístundalandi sínu að Torfufelli. Erindið
hefur farið í grenndarkynningu og hefur hlotið samþykki næstu nágranna.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00