Skipulagsnefnd

185. fundur 12. október 2012 kl. 09:36 - 09:36 Eldri-fundur

185. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 4. október 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson Formaður, Emilía Baldursdóttir Aðalmaður, Sigurður Eiríksson Aðalmaður, Jón Stefánsson Aðalmaður, Sigurður Hólmar Kristjánsson Aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1003033 - Kaupangsbakkar - leyfi til efnistöku
 Erindinu frestað til að afla frekari gagna.
   
2.  1209026 - Tilkynning um drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, þéttbýlismörk ofan byggðar
 Lagt fram til kynningar.
   
3.  1209013 - Gilsá II, óskað eftir leyfi fyrir sumarhúsi
 Kristján B. Garðarsson óskar eftir heimild til að staðsetja um 50 m² sumarhús á landi sínu að Gilsá II.
Erindið samþykkt í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga.
   
4.  1209034 - Landsskipulagsstefna 2013-2024 og umhverfisskýrsla
 Lagt fram til kynningar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Getum við bætt efni síðunnar?