183. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. ágúst 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson Formaður, Emilía Baldursdóttir Aðalmaður, Sigurður Eiríksson Aðalmaður og Jónas Vigfússon
sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Jón og Sigurður tilkynntu forföll og Anna gat ekki mætt.
Dagskrá:
1. 0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag
íbúðarbyggðar
Nýtt deiliskipulag að íbúðarbyggð með 7 lóðum á íbúðasvæði íS 15 að
Jódísarstöðum hefur verið auglýst. Engar athugasemdir voru gerðar við tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna, en óskar eftir að landeigandi komi með tillögu að nöfnum á götum og númerum á húsum
áður en tillagan verður send Skipulagsstofnun til yfirferðar.
2. 1205031 - Syðri-Varðgjá - deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu
Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði Vþ5-a í landi Syðri-Varðgjár hefur verið auglýst. Engar athugasemdir voru
gerðar við tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna, með þeim breytingum að skipulagssvæðið nái yfir veghönnunina. Minniháttar breyting verði gerð
á aðalskipulagi þannig að verslunar- og þjónustusvæðið verði eins og skipulagsmörk deiliskipulagsins. Einnig er óskað eftir að
landeigandi komi með tillögu að nafni á götuna sem byggt verður við.
3. 1206003 - Grund II. óskað eftir skipulagsbreytingu á sumarbústaðalandi
Sighvatur og Jón Snæbjörnssynir, eigendur lands að Grund II, óska eftir að skipulagi lands þeirra verði breytt þannig að lóðum
verði fjölgað úr 6 í 8 í samræmi við teikningu frá Búgarði, sem var upphaflega teiknuð 26.08.2008 og breytt 08.06.2012.
Skipulagsnefnd bendir á að ekki hefur verið samþykkt skipulag sumarhúsasvæðis á þessum stað.
Erindinu frestað og sveitarstjóra farið að efla frekari upplýsinga.
4. 1208004 - Grund I, beiðni um að tveimur reitum verði skipt úr jörðinni
Vegna kaupsamnings og afsals jarðarinnar Grundar I óska seljendur eftir því að tveim landspildum verði skipt út úr jörðinni í
samræmi við teikningu dags. 11.07.2012 frá Búgarði.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
5. 1207007 - Leifsstaðabrúnir 13a - Beiðni um breytingu á byggingarskilmálum
Eigendur Leifsstaðabrúnar 13a óska eftir breytingum á skipulagsskilmálum þannig að þau fái að byggja steinsteypt hús á
tveim hæðum.
ákveðið að setja umsóknina í grenndarkynningu í samræmi við 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga.
6. 1207001 - Kristnes - landskipti
Legatsjóður Jóns Sigurðssonar óskar eftir því að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykki að Kristnesjörðinni
verði skipt í þrennt. þar er í fyrsta lagi um að ræða landbúnaðarhlutann sem ætlunin er að selja Kristnesbændum, í
öðru lagi það land (lóð) sem er undir húsum til heilbrigðisstarfsemi og í þriðja lagi er skógræktarreiturinn fyrir ofan
Kristnesspítala, í samræmi við uppdrætti frá Búgarði dags. 30.03.2012 og 11.05.2011.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
7. 1208009 - Ytri-Hóll II - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
Hreiðar Sigfússon óskar eftir framkvæmdaleyfi til malartöku í landi Ytra-Hóls II út þetta ár, en að malartöku verði
hætt að því loknu.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi þarf að deiliskipuleggja námuna og setja hana í umhverfismat ef gefa á framkvæmdaleyfi til frekari efnistöku sbr.
?Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit, greinargerð með breytingu á aðalskipulagi?, dags. 23. júní 2011, bls. 9.
þar sem landeigandi hyggst hætta efnistöku í lok árs óskar skipulagsnefnd eftir áætlun um frágang námunnar og hvernig
minniháttar malartaka gæti tengst fráganginum.
Erindinu frestað.
8. 1208010 - Húsdýragarður að þverá
Erindinu frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25