182. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 11. júní 2012 og hófst
hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson formaður, Emilía Baldursdóttir aðalmaður, Sigurður Eiríksson aðalmaður, Jón Stefánsson aðalmaður og
Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Borist hefur ný skipulagslýsing þar sem
komið er til móts við athugasemdir Eyjafjarðarsveitar og Akureyrarkaupstaðar.
Skipulagslýsing samþykkt.
2. 1206003 - Grund II. óskað eftir skipulagsbreytingu á sumarbústaðalandi
Eigendur
að sumarbústaðarlandi að Grund II óska eftir fjölgun lóða.
Erindinu frestað til að afla frekari gagna.
3. 1203018 - Lagning raflína í jörð
Gengið var frá athugasemdum til að senda
nefnd sem vinnur að stefnumótun varðandi háspennulínur og jarðstrengi.
Sigurður Eiríksson óskar eftir eftirfarandi bókun.
”ég tel rétt að auk athugasemda skipulagsnefndar bendi sveitarstjórn nefndinni á að jarðstrengir með þessari flutningsgetu hitna nokkuð
við notkun. Einnig er sterk geislun beint upp af strengjunum. Til þess að strengirnir séu hæfir í viðkvæmt umhverfi og vistkerfi, eins og í
mýrlendinu í Eyjafirði, verða strengirnir að fara það djúpt að áhrif þeirra á yfirborði verði
ásættanleg."
4. 1205031 - Syðri-Varðgjá - deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu
Ný tillaga
hefur borist um deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu að Syðri-Varðgjá. Tillagan felur í sér minniháttar breytingu á aðalskipulagi, sem
er samþykkt. Vegagerðin telur að aðkoma frá Veigastaðavegi inn á svæðið gangi upp og gerir ekki athugasemdir við skipulagið eins og
það er.
Samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50