Skipulagsnefnd

181. fundur 11. júní 2012 kl. 09:18 - 09:18 Eldri-fundur
181. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 31. maí 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu: árni Kristjánsson Formaður, Emilía Baldursdóttir Aðalmaður, Sigurður Eiríksson Aðalmaður, Jón Stefánsson Aðalmaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Anna Guðmundsdóttir varamaður.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
1. 1205019 - Víðigerði 2, frístundahús
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús á lóð nr. 2 í Víðigerði 2 samkvæmt áður samþykktu skipulagi.
Erindið samþykkt.
 
2. 1205018 - Borgarhóll - landskipti
Brynjar Freyr Stefánsson óskar eftir samþykki fyrir landskiptum á Borgarhóli II skv. samkomulagi erfingja.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 
3. 1204010 - Umsókn um nafnabreytingu úr Espihóll 1 í Espigerði
Vísað er til afgreiðslu skipulagsnefndar um breytingu á nafni íbúðarhúss Valgerðar Jónsdóttur og Rúnars ísleifssonar að Espihóli I.
í ljós hefur komið að búið var að úthluta annarri íbúðarhúsalóð nafninu Espigerði. Umsækjendur óska eftir að nafnið Espiholt verði samþykkt.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 
4. 1205030 - Klauf - lóð undir íbúðarhús
Leifur Guðmundsson og þórdís Karlsdóttir óska eftir leyfi til að taka lóð undir íbúðarhús úr landi Klaufar í samræmi við teikningar frá Búgarði dags. 25.05.2012.
Erindið samþykkt.
 
5. 1205031 - Syðri-Varðgjá - deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu
Egill Jónsson á Syðri-Varðgjá óskar eftir samþykki fyrir deiliskipulagi að verslunar- og þjónustusvæði í samræmi við uppdrátt frá H.S.á. dags. 03.05.2012.
Skipulagsnefnd óskar eftir að skilmálar verði lagfærðir í samræmi við athugasemdir sem fram komu á fundinum. Jafnframt þarf að liggja fyrir samþykki Vegagerðarinnar vegna vegtengingar. þegar þau gögn liggja fyrir verði óskað eftir undanþágu umhverfisráðuneytis vegna fjarlægðar byggingar frá þjóðvegi.
 
6. 1203018 - Lagning raflína í jörð
Erindinu frestað.
 
 
Anna þurfti að yfirgefa fundinn kl. 18.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10
Getum við bætt efni síðunnar?