Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 178. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 29. mars 2012 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson Formaður, Emilía Baldursdóttir Aðalmaður, Sigurður Eiríksson Aðalmaður, Jón Stefánsson Aðalmaður,
Sigurður Hólmar Kristjánsson Aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri
Dagskrá:
1. 1203011 - Reiðleiðir í Akureyrarkaupstað
Skipulagsnefnd Akureyrar óskar eftir formlegri umsögn um tillögur að reiðleiðum á Akureyri.
í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir reiðvegi í Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarbrautar vestri. óskað er eftir að gert verði
ráð fyrir tengingu frá Akureyri inn á umræddan reiðveg. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemdir við tillöguna innan marka
Akureyrar.
2. 0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
Tekið var fyrir
deiliskipulag að Jódísarstöðum, neðan vegar og sunnan ása. Lítilsháttar athugasemdir hafa komið frá Skipulagsstofnun og samþykkir
nefndin að deiliskipulagið verði auglýst þegar nýr uppdráttur berst, þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.
3. 1203013 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi Gísla Hallgrímssonar skv. gististaðaflokki
I
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
4. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Rætt var um endurskoðun aðalskipulags og ákveðið að fjalla um breytingar á vinnufundi 12. apríl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15