Skipulagsnefnd

177. fundur 04. júní 2012 kl. 13:13 - 13:13 Eldri-fundur

Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 177. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. mars 2012 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson Formaður, Emilía Baldursdóttir Aðalmaður, Sigurður Eiríksson Aðalmaður, Jón Stefánsson Aðalmaður, Sigurður Hólmar Kristjánsson Aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

1.  1202010 - Syðra-Dalsgerði, svenfskáli-gestahús.
 Vísað er til síðustu fundargerðar skipulagsnefndar þar sem Sigurður Valdimarsson óskar leyfis til að byggja gestahús við sumarbústað sinn að Syðra-Dalsgerði.
Borist hafa nýjar teikningar þar sem komið er til móts við athugasemdir skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið sbr. 1. tl. bráðabirgðaákvæðis í skipulagslögum.
 
   

2.  1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
 Endurskoðuð skipulagslýsing hefur borist vegna svæðisskipulags eftir kynningu. Ekki hefur verið brugðist við athugasemdum Eyjafjarðarsveitar varðandi nytjaskógrækt.
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna að öðru leyti.
Varðandi ”Helstu forsendur” bls. 21 og 28-9 um nýtingu á landbúnaðarlandi í Eyjafjarðarsveit óskar skipulagsnefnd að sá texti fari út og í stað komi texti neðst á bls. 30 úr Greinargerð I úr aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar ”skipulagstillagan gerir ekki ráð fyrir því að frekari íbúðar- eða frístundasvæði en skilgreind eru í tillögunni verði leyfð í sveitarfélaginu sbr. 2. tl. í umfjöllun um markmið í landbúnaðarmálum.”
   

3.  1203007 - Komma - umsókn um byggingarreit fyrir gróðurhús

 Vilberg Jónsson óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit fyrir gróðurhús í samræmi við teikningu verknr. 1203007, blað 1 frá Eyjafjarðarsveit.
ákveðið að setja erindið í grenndarkynningu.
   

4.  1201003 - Gjaldskrá skipulagsfulltrúa
 Fjallað var um tillögu að gjaldskrá og hún samþykkt til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
   

5.  0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
 Rætt var um háspennulínu, eða háspennustreng þvert yfir sveitarfélagið. Búið er að skipa nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins til að fjalla um slík mál og óskað hefur verið eftir að fá að hitta nefndina.
   

6.  1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
 Frestað.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?