Skipulagsnefnd

176. fundur 04. júní 2012 kl. 13:12 - 13:12 Eldri-fundur

176 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. febrúar 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Hólmar Kristjánsson, Jónas Vigfússon, Elmar Sigurgeirsson og Anna Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
 Farið var yfir nýjustu tillögu að göngu-, hjóla- og reiðstíg frá Reykárhverfi að Akureyri og ákveðið að setja í formlegt skipulagsferli.
   

2.  1202015 - Ytra-Laugaland, lóðamörk
 Jón Hjörleifsson óskar eftir að afmörkuð verði eignarlóð í kring um Ytra-Laugaland í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 6. des. 2011.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
   

3.  1202001 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi Elísabetar skv. gististaðaflokki I
 Sýslumaðurinn á Akureyri óskar umsagnar vegna umsóknar Elísabetar Skarphéðinsdóttur, Hóli 2,um rekstrarleyfisveitingu vegna gistiheimilis.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.
   

4.  1202010 - Syðra-Dalsgerði, svenfskáli-gestahús.
 Sigurður Valdimarsson óskar eftir leyfi til að byggja gestahús við sumarbústað sinn að Syðra-Dalsgerði. Samkvæmt nýjum viðmiðunarreglum sem hafa verið samþykktar mega einungis vera tvö hús á sumarbústaðalóð.
Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda.
   

5.  1109003 - þverá Golf ehf sækir um leyfi til kaupa á sandi úr sjó í landi Eyrarlands
 þverá Golf óskar eftir leyfi til efnistöku allt að 10.000 m³ úr landi Eyrarlands. Svæðið er ekki efnistökusvæði skv. aðalskipulagi auk þess sem um hverfisverndarsvæði er að ræða.
Umsóknin uppfyllir ekki skilyrði fyrir sérstakri undanþágu skv. umhverfisskýrslu frá 18. ágúst 2010, bls. 39.
Erindinu hafnað.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00

Getum við bætt efni síðunnar?