175 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í matsal Hrafnagilsskóla, þriðjudaginn 21. febrúar 2012 og
hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson, Jónas Vigfússon og Elmar
Sigurgeirsson.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
á fundinn
mættu eigendur Kristness, Reykhúsa, Teigs, Syðra- og Ytra-Gils og Hvamms auk Ingvars þóroddssonar lögfræðings, sem mætti með Jóhanni
á Vöglum. Fundarefnið var nýr göngu-, hjóla- og reiðstígur milli Reykárhverfis og Akureyrar.
Páll í Reykhúsum taldi mun heppilegra að fara sem næst þjóðvegi neðan við Kristnes og Reykhús, en ekki nota gamla veginn undir brekkunni
því leið þar myndi skerða notkun landsins vegna landbúnaðarnota.
Jóhann á Vöglum taldi að mest sátt myndi skapast um veg sem næst þjóðvegi.
Eiríkur í Gili tjáði nefndinni að inn fyrir túngirðingu á Gili færi aldrei stígur.
Ingvi í Teigi sagðist hlynntur því að stígur eins og verið er að fjalla um verði að veruleika af öryggisástæðum.
Hörður og Helga í Hvammi töldu vel koma til greina að hafa stíginn fyrir þeirra landi á sama stað og gamli vegurinn því nú
þegar sé búið að skipta landinu með hitaveitulögn.
í lok fundar var rætt um fyrirhugaða háspennulínu yfir dalinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15