174 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 2. febrúar 2012 og
hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1201003 - Gjaldskrá skipulagsfulltrúa
Lagt fram til kynningar og fyrstu umræðu.
2. 1201015 - Umsókn um byggingarreit fyrir véla- og verkfærageymslu
Birgir H. Arason í Gullbrekku óskar leyfis fyrir
byggingarreit fyrir véla- og verkfærageymslu samkvæmt teikn. verknr. 12-502, dags. 30.01.2012.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið sbr. 1. tl. bráðabirgðaákvæðis í skipulagslögum.
3. 1111032 - Nýtt nafn á Reykárhverfi
Fjallað var um niðurstöður skoðanakönnunar. þátttaka var lítil en mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu lýstu
stuðningi við að breyta nafni Reykárhverfis í Hrafnagilshverfi.
Erfitt hefur verið að vinna nafni Reykárhverfis sess og gerir skipulagsnefnd það að tillögu sinni að nafni hverfisins verði breytt í
Hrafnagilshverfi.
4. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
Ræddar voru tillögur að stíg milli Reykárhverfis og Akureyrar. ákveðið að fá landeigendur á fund til að ræða
tillögurnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30