173 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. janúar 2012 og hófst hann
kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Berglind Kristinsdóttir og Jón Elvar Hjörleifsson íbúar að Hrafnagili sátu fundinn undir viðræðum um fyrsta lið
á dagskrá.
Dagskrá:
1. 1111032 - Nýtt nafn á Reykárhverfi
ákveðið að gera skoðanakönnun í sveitarfélaginu um hvort eigi að breyta nafni Reykárhverfis í Hrafnagilshverfi.
2. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
Breytingartillaga hefur komið fram við nýja legu reiðleiðar frá hitaveituvegi að bökkum Eyjafjarðarár sbr. uppdrátt dags. 10.
janúar, frá Eyjafjarðarsveit. Samþykki Umhverfisstofnunar liggur fyrir vegna þessarar breytingar. Tillagan samþykkt sem minniháttar breyting á
aðalskipulagi, enda er um óverulega breytingu að ræða því hún hefur ekki áhrif á stórt svæði og lítil áhrif
á einstaka aðila. Meðferð verði því í samræmi við 2. mgr 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir reiðveginum þegar öllum formsatriðum hefur verið fullnægt og ítrekar skipulagsnefnd fyrri bókun um
að við ræsagerð verði þess gætt að hindra ekki eðlilega vatnsrás um svæðið.
Sigurður Eiríksson leggur fram eftirfarandi bókun:
"í miklum vorflóðum takmarkast hámarksflóðhæð Eyjafjarðarár nokkuð við það að vatnið flæðir yfir
austurbakkann sunnan við Kroppsengi. í ljósi staðsetningar reiðleiðar hlýtur því að verða að tryggja að hæð hennar
verði ekki hærri en hæðarpunktar bakka árinnar á þessu svæði.”
3. 1112012 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, háspennulínur og tengivirki við Kífsá
Lagt fram til
kynningar.
4. 1201003 - Gjaldskrá skipulagsfulltrúa
Rætt um útfærslu á gjaldskrá um þjónustu skipulagsfulltrúa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45