Skipulagsnefnd

170. fundur 07. nóvember 2011 kl. 10:49 - 10:49 Eldri-fundur

170 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. nóvember 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson, Jónas Vigfússon og Elmar Sigurgeirsson.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
 Hestamannafélagið Léttir óskar eftir framkvæmdaleyfi til að byggja reiðveg, héraðsleið 2 frá bökkum Eyjafjarðarár upp að hitaveituvegi. Reiðvegurinn verði byggður þannig að grafið verði upp úr skurði sunnan reiðleiðarinnar, sett ræsi í skurði og vegur byggður á skurðbakkanum með burðarefni úr áreyrum Eyjafjarðarár. óskað hefur verið eftir umsögn Umhverfisstofnunar um framkvæmdina.
Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út að fenginni jákvæðri umsögn Umhverfisstofnunar, enda verði þess gætt við ræsagerð að eðlileg vatnsrás haldist.
 
Ragnar Ingólfsson, Hóli 2, óskar eftir leyfi til að taka sand, allt að 2.000 m³, úr árreyrum Eyjafjarðarár fyrir landi sínu Kroppsengi. ætlunin er að nota efnið til byggingar reiðvegar, héraðsleiðar 2 frá bökkum Eyjafjarðarár upp að hitaveituvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti vegna þessarar framkvæmdar, í samræmi við 3. mgr. 47. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999. Efnistöku verði lokið í síðasta lagi í apríl 2012. þá þarf að liggja fyrir leyfi Fiskistofu áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
   

2.  1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
 ákveðið að fara í vettvangsferð.
   

3.  1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
 Fjallað var um skipulagslýsingu svæðisskipulags Eyjafjarðar dags. 12. september 2011.
Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði lagst gegn nytjaskógrækt í svæðisskipulagi þó lögð verði áhersla á að skógrækt verði að öllu jöfnu ekki á því landi sem hentar best til akuryrkju eða matvælaframleiðslu.

   
4.  1109018 - Garður - umsókn um byggingarreit fyrir viðbyggingu
 Garðar Hallgrímsson óskar eftir leyfi fyrir stækkun byggingarreits við íbúðarhús sitt að Garði í samræmi við teikn. nr. 1301, verk nr. 11-301, dags. 15.09.2011, eftir ívar Ragnarsson. Erindið hefur farið í grenndarkynningu og verið samþykkt af nágrönnum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um viðbyggingu við eldra hús er að ræða.

   
5.  1108016 - þverárnáma - matsáætlun
 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn um tillögu að matsáætlun þverárnámu dags. í september 2011.
Vitnað er í fyrri athugasemdir skipulagsnefndar dags. 2. sept. 2011, en til viðbótar varðandi lið 4.3.3 bls. 16 um vatnalíf þá liggja fyrir ný gögn frá Veiðimálastofnun um úttekt á fiskgengd í ánni og bókun skipulagsnefndar í framhaldi af birtingu þeirra gagna frá 26. okt. s.l. þá ítrekar skipulagsnefnd fyrri ábendingar um að ásamt upplýsingum um efnismagn sem þegar hefur verið unnið á svæðinu komi fram vinnsludýpt á þegar unnum svæðum ásamt áætlaðri heildardýpt á hverju svæði.
Einnig ítrekar skipulagsnefnd fyrri ábendingu um nauðsyn þess að nú þegar verði hafin tiltekt á efnistökusvæðinu.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:15

Getum við bætt efni síðunnar?