Skipulagsnefnd

169. fundur 27. október 2011 kl. 11:35 - 11:35 Eldri-fundur

169 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 26. október 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1109007 - Brúnalaug - umsókn um byggingareit fyrir geymslu og viðbyggingu við gróðurhús
 Gísli Hallgrímsson óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit fyrir geymslu og viðbyggingu við gróðurhús við Brúnalaug í samræmi við teikningu, dags. 08.07.2009, frá Búgarði.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
   

2.  0908016 - Laugafell - Umsókn um leyfi til að byggja hús suður af Eyjafjarðardrögum
 Félag vélsleðamanna (EY-LíV) kt. 500196-3789 sækir um leyfi til að byggja hús í Laugafelli allt að 60 m² að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta félaginu byggingarreit B6 samkvæmt deiliskipulagi, enda uppfylli félagið skilyrði deiliskipulagsins og forsætisráðuneytis sem fram koma í bréfi, dags. 16. febrúar 2010. Ennfremur er leyfið skilyrt því að framkvæmdir hefjist innan tveggja ára og byggingartíminn verði ekki lengri en tvö ár.
   

3.  1110017 - úttekt á fiskgengd í þverá ytri
 Veiðimálastofnun hefur skilað mati á því hvort breytingar á farvegi þverár ytri hamli göngu bleikju upp ána með bréfi dags. 12. okt. 2011.
Niðurstöður Veiðimálastofnunar benda til neikvæðra áhrifa efnistöku á seiða- og fiskgengd í ánni. þar sem ekki sér fyrir endann á þessum breytingum er nauðsynlegt að þarna fari fram vöktun á ástandi árinnar á a.m.k. tveggja ára fresti. þetta undirstrikar einnig nauðsyn þess að ekki verði frekar hróflað við ánni.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umhverfinefnd Eyjafjarðarsveitar fjalli einnig um skýrslu Veiðimálastofnunar.
   

4.  1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
 Erindinu frestað.
   

5.  1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
 Erindinu frestað.
   

6.  1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
 Erindinu frestað.
   

7.  1109018 - Garður - umsókn um byggingarreit fyrir viðbyggingu
 Erindinu frestað.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00

Getum við bætt efni síðunnar?