168 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. september 2011 og hófst hann kl.
17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Anna Guðmundsdóttir og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
2. 1001007 - Hálendisvegir og slóðar
Farið var yfir kort yfir hálendisvegi og slóða í framhaldi af för skipulagsnefndar upp á hálendið. ákveðið að leggja til
að tveir slóðar verði strikaðir út af kortinu, en það er slóði vestan við Landakot og slóði á Hólafjallsvegi norðan
við Landakot, sem tengist ljósleiðaralögn. Aðrir slóðar og vegir verði áfram, en skipulagsnefnd leggur áherslu á að þeir
verði vel merktir og stikaðir auk þess sem æskilegt væri að leiðbeina um hvers konar farartæki þurfi til að komast viðkomandi
vegslóða.
3. 1109007 - Brúnalaug - umsókn um byggingareit fyrir geymslu og viðbyggingu við gróðurhús
Erindinu frestað.
4. 1109018 - Garður - umsókn um byggingarreit fyrir viðbyggingu
ívar Ragnarsson sendi fyrirspurn vegna byggingarreits fyrir viðbyggingu við íbúðarhús Garðars og Ingu að Garði. óskað er eftir
formlegu erindi eigenda og málsetningu á fjarlægð frá landamerkjum.
ákveðið að senda erindið í grenndarkynningu þar sem byggingarreiturinn er nær landamerkjum heldur en reglur um fjarlægðarmörk gera
ráð fyrir.
5. 1109017 - Háaborg - umsókn um byggingarreit fyrir gróðurhús
ívar Ragnarsson óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit fyrir gróðurhús að Háuborg í samræmi við afstöðumynd á
teikningu, nr. 1301, verknr. 11-501, dags. 23.06.2011, eftir ívar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda liggi fyrir formleg umsókn landeigenda.
6. 1109003 - þverá Golf ehf sækir um leyfi til kaupa á sandi úr sjó í landi Eyrarlands
Einar Jóhannsson
óskar eftir leyfi til efnistöku úr sandeyri í landi Eyrarlands vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng o.fl.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er hægt að sækja um tímabundnar námur með takmarkaðri efnisvinnslu til staðbundinnar notkunar þó
náman sé ekki á aðalskipulagi.
Umsókn þarf því að fylgja nánari skilgreining á hvar og í hvaða verk skuli nota efnið auk skilgreiningar á hvernig staðið
skuli að efnistökunni, eins og afmörkun, dýpt o.þ.h. Einnig er bent á að leyfi Fiskistofu þarf fyrir efnistöku á þessum stað.
Afgreiðslu frestað.
7. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
Fjallað var um hjólastíg milli Reykárhverfis og Akureyrar og formanni og
skipulagsfulltrúa falið að ræða við Vegagerðina um útfærslur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00