165 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 1. september 2011 og hófst hann kl.
17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Sigurður Eiríksson vék af fundi eftir 2. lið dagskrár.
Dagskrá:
1. 0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
Víðir Gíslason kynnti
sjónarmið sín varðandi loftlínur og jarðstrengi.
2. 1108016 - þverárnáma - matsáætlun
Bergur Steingrímsson frá VN kynnti drög að tillögu að matsáætlun vegna þverárnámu.
3. 1108017 - Nafnabreyting á Syðra Laugalandi
Eigendur Syðra-Laugalands, fyrrverandi sveitarstjórnarskrifstofu óska eftir að
fá að nefna húsið Syðra-Laugaland efra.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.
4. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
Kynnt var ný lega reiðleiðar frá hitaveituvegi að
bökkum Eyjafjarðarár sbr. uppdrátt. Tillagan samþykkt sem minniháttar breyting á aðalskipulagi. Leitað verður álits
náttúruverndarráðs þar sem farið er um votlendi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30