Skipulagsnefnd

164. fundur 16. ágúst 2011 kl. 09:22 - 09:22 Eldri-fundur

164 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 15. ágúst 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Birgir Guðmundsson og Guðmundur Heiðreksson starfsmenn Vegagerðar sátu fundinn undir umræðum um fyrsta lið á dagskrá.

 

Dagskrá:

1.  1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
 Rætt var um útfærslu á reiðvegi norðan Miðbrautar frá hitaveituvegi að Eyjafjarðará. Hugsanlegt er að lengja ræsi neðan við brekku og hafa reiðveginn þar, en annars er æskilegt að vera sem lengst frá vegi. ákveðið að kanna hvort hugsanlegt er að fara norðar í landinu.

   
2.  1010011 - Höskuldsstaðir breyting á íbúðasvæði íS15
 Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðasvæði íS15 að Höskuldsstöðum hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust og samþykkir því skipulagsnefnd skipulagið.

   
3.  1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
 Borist hefur nýr uppdráttur vegna deiliskipulags frístundarbyggðar að Arnarholti. Uppdrátturinn er í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar á athugasemdum, sem bárust á auglýsingatímanum. Skipulagsnefnd samþykkir því skipulagið.
   

4.  1006018 - Breyting á aðalskipulagi. Syðri-Varðgjá, umsókn um að skilgreining landsspildu verði breytt úr íbúðarhúsabyggð í verslunar og þjónustusvæði
 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir betri greinargerð með aðalskipulagsbreytingu að Syðri-Varðgjá. Farið var yfir nýja greinargerð og hún samþykkt.
   

5.  1106004 - Deiliskipulag, S-Varðgjá-Vogar, breytingar á byggingarreit á lóð nr. 8
 Eigendur lóðar nr. 8 við Voga að Syðri-Varðgjá hafa óskað eftir stækkun á byggingarreit í samræmi við teikn. frá Basalt arkitektum dags, 23. júní 2011. Jafnframt óska þeir eftir heimild til að hafa 3 hús á lóðinni.
Breytingarnar fóru í grenndarkynningu og engar athugasemdir komu frá nágrönnum. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna.
   

6.  1108003 - Syðra-Fell - umsókn um byggingarreit fyrir gróðurhús
 Guðmundur óskarsson óskar eftir heimild fyrir byggingarreit fyrir gróðurhús í samræmi við teikn. frá Eyjafjarðarsveit. Erindið samþykkt.
   

7.  1103005 - Réttarbygging að Vatnsenda
 Fjallskilanefnd óskar heimildar til að byggja nýja rétt að Vatnsenda í samræmi við innsenda teikningu. Skipulagsnefnd samþykkir erindið, enda liggi fyrir samþykki landeigenda.
   

8.  1107002 - Skipulagsreglugerð, drög.
 Lögð fram til kynningar.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:30

Getum við bætt efni síðunnar?