Skipulagsnefnd

163. fundur 10. júní 2011 kl. 09:27 - 09:27 Eldri-fundur

163 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 9. júní 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Jónas Vigfússon og Karel Rafnsson.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:


1.  1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
 Fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðarsvæðisins lagðar fram til kynningar.
   

2.  1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
 Vegagerðarmenn gátu ekki mætt á fundinn og málinu því frestað.
   

3.  1010011 - Höskuldsstaðir breyting á íbúðasvæði íS15
 Samþykkt var umsókn Rósu árnadóttur um að afmarka lóð úr landi Höskuldsstaða í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 30.03.2011. Lóðin er 11.429 m² að stærð og ætluð undir íbúðarhús í samræmi við skipulag sem nú er í auglýsingu.
   

4.  1105004 - Byggingarnefnd 81. fundur
 Sveitarstjórn óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna umsóknar þorgerðar Guðmundsdóttur um leyfi fyrir geymslugám við íbúðarhúsið að Ytra-Laugalandi 2.
Nefndin mælir með að stöðuleyfið verði gefið í eitt ár í samræmi við 2. tl. 78. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
   

5.  1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
 Rætt var um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar og ákveðið að stefna að því að leggja fram skipulagslýsingu vegna hennar í september.
   

6.  1106004 - Deiliskipulag, S-Varðgjá-Vogar, breytingar á byggingarreit á lóð nr. 8
 Eigendur lóðar nr. 8 við Syðri-Varðgjá/Voga óska eftir stækkun á byggingarreit og heimild til að byggja bílskúr, vinnustofu og íbúðarhús en byggingarmagn breytist ekki. Skipulagsnefnd telur hugsanlegt að stækka byggingarreit, en setur fyrirvara um fjölda bygginga og óskar eftir málsettri afstöðumynd af fyrirhuguðum byggingum.
   

7.  1106001 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi árroðans skv. veitingastaðaflokki II
 Fjallað var um umsókn um rekstrarleyfi samkvæmt veitingastaðaflokki II til handa árroðanum ehf. í fjósinu að Garði í Eyjafjarðarsveit. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði veitt.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:05

Getum við bætt efni síðunnar?