161 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 19. maí 2011 og hófst hann kl.
17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
Hestamannafélagið Léttir óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir Héraðsleið 2 frá hitaveituvegi við Laugaland að Eyjafjarðará.
Erindinu frestað og ákveðið að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðar til viðræðu um útfærslu.
Einnig þarf að liggja fyrir verklýsing sem skilgreini stærð á ræsum, færslu á girðingum, hæð á reiðleið og
frágang vegkanta áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
2. 1010011 - Höskuldsstaðir breyting á íbúðasvæði íS15
Fjallað var um deiliskipulag
íbúðasvæðis íS15. Athugasemd hefur komið frá Skipulagsstofnun við deiliskipulagslýsingu hvað varðar framkvæmdaleyfi.
ákveðið að fá lögfræðiálit varðandi það atriði og taka deiliskipulag fyrir á fundi skipulagsnefndar n.k. mánudag kl.
17.
Einnig verði rætt við umsækjanda um mögulegar breytingar.
3. 1010023 - Stefnumótun fyrir landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Rætt var um nafngiftir Reykárhverfis og Hrafnagils. það er skoðun nefndarinnar að heppilegra væri að nefna hverfið Hrafnagilshverfi, eða
Hrafnagil. ákveðið að ræða það við eigendur Hrafnagils áður er tillaga verður gerð.
4. 1105011 - Gróðurhús á Hlébergi
ólafur G. Vagnsson óskar eftir leyfi til að staðsetja gróðurhús við Hléberg í samræmi við afstöðumynd nr. 1105011,
blað 1, frá Eyjafjarðarsveit. Erindið samþykkt í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30