Skipulagsnefnd

157. fundur 25. mars 2011 kl. 08:55 - 08:55 Eldri-fundur

157 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 24. mars 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Fundurinn var sameiginlegur með skipulagsnefndum Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar.
Frá Akureyri mættu Helgi Snæbjarnarson, formaður og Auður Jónasdóttir auk Péturs Bolla Jóhannessonar skipulagsstjóra.


Dagskrá:

1.  1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
 Rætt var um göngu- og hjólastíg milli Reykárhverfis og Akureyrar, en ef byggja á malbikaðan stíg meðfram Eyjafjarðarbraut vestri myndi hann kosta um 120 Mkr. Akureyrarbær er að huga að skipulagi stíga frá Kaupangsstræti og að flugvelli.
   

2.  0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
 Fjallað um nýja byggðalínu í landi Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar. ákveðið að athuga með að leggja línuna í jörð meðfram gömlu þverbrautinni.
Næst þegar Landsnet óskar eftir kynningu þá verði hún sameiginleg með báðum skipulagsnefndum.
   

3.  1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
 Skipst var á skoðunum um umferð á almennum stígum. 


Skipulag óshólmasvæðisins hefur aldrei hlotið endanlega afgreiðslu og ákveðið að ljúka því hið fyrsta.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:40

Getum við bætt efni síðunnar?