Skipulagsnefnd

155. fundur 25. febrúar 2011 kl. 09:04 - 09:04 Eldri-fundur

155 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 24. febrúar 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1102010 - Hlíðarfjall-tillaga að deiliskipulagi dags. 8.02.11
 Tillagan og umhverfisskýrsla eru send til umsagnar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við innsend gögn.

   
2.  1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
 Athugasemdafrestur er liðinn og ein athugasemd kom fram vegna skipulagsins. Afgreiðslu frestað til að afla frekari gagna.

   
3.  1010011 - Höskuldsstaðir breyting á íbúðasvæði íS15
 Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að tillagan að aðalskipulagsbreytingu verði auglýst. ákveðið að auglýsa breytingu á aðalskipulagi.

   
4.  1102017 - Hóll 2 - umsókn um leyfi til að byggja bílskúr
 Ragnar Ingólfsson óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit til að byggja bílgeymslu í landi Hóls 2 í samræmi við teikningu, verknr. 1102017, blað 1, dags. 2011.02.22 frá Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti í samræmi við 1. tl. 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

   
5.  1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
 Frestað.

   
6.  1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
 Frestað.
   

7.  1006018 - Breyting á aðalskipulagi. Syðri-Varðgjá, umsókn um að skilgreining landsspildu verði breytt úr íbúðarhúsabyggð í verslunar og þjónustusvæði
 Vísað er til bókunar skipulagsnefndar frá 139. fundi skipulagsnefndar. Erindi hefur borist frá landeiganda.
ákveðið að setja tillögu að breytingu á aðalskipulagi í kynningu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga.

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00

Getum við bætt efni síðunnar?