Skipulagsnefnd

154. fundur 04. febrúar 2011 kl. 09:42 - 09:42 Eldri-fundur

154 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 3. febrúar 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:

1.  1010011 - Höskuldsstaðir stækkun á íbúðarhúsareit á aðalskipulagi
 Breyting á aðalskipulagi hefur verið kynnt og engar athugasemdir komið fram. óskað hefur verið eftir heimild skipulagsstofnunar til að auglýsa skipulagið, en svar hefur ekki borist. ákvörðun um auglýsingu frestað.
Lögð voru fram drög að skipulagsslýsingu vegna deiliskipulags íbúðarreitsins.


2.  1102001 - Merking frístundahúsa og eyðibýla
 ósk hefur komið fram um að merkja frístundaland með vegmerkingu. Skipulagsnefnd leggur til að frístundahús verði merkt á kostnað húseigenda, enda verði útlit þeirra frábrugðið skiltum sem merkja íbúðarhús.

   
3.  1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
 Rætt var um stíg milli Reykárhverfis og Akureyrar, en á aðalskipulagi er gert ráð fyrir göngu- og reiðleið á gamla þjóðveginum. ákveðið að fá fulltrúa Vegagerðarinnar til viðræðu um slíka stígagerð.

   
4.  1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
 Málinu frestað.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:10

Getum við bætt efni síðunnar?