153 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 13. janúar 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Haldinn var kynningarfundur, í Hrafnagilsskóla 6.
desember 2010, um breytingar á aðalskipulagi vegna efnistöku .
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 1011028 - Jörfabrekka - umsókn um nafn
Hólmgeir Valdimarsson og Birna Björnsdóttir óska eftir leyfi til að breyta nafni Höfðaborgar í Jörfabrekku.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að örnefnanefnd þarf að leyfa breytinguna skv. 3. gr. laga nr. 35/1953 um bæjanöfn.
3. 1010011 - Höskuldsstaðir stækkun á íbúðarhúsareit á aðalskipulagi
Breyting á íbúðasvæði íS15 er í kynningu og sveitarstjóra falið að taka saman lýsingu á deiliskipulagsverkefninu
í samræmi við 40. gr. skipulagslaga og umræður á fundinum.
Ingólfur Sigurðsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir væntanlegt hús á svæðinu.
Engar forsendur eru fyrir að veita slíkt leyfi að svo stöddu vegna þess að skipulagsferlið er komið of stutt á veg.
þá ítrekar Ingólfur fyrri óskir um rökstutt svar vegna leyfis um byggingu íbúarhúsa í Rein 3. Skipulagsnefnd vísar í
fyrri bókun og bendir á að ekki hefur komið fram beiðni um deiliskipulag á svæðinu.
4. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Fundargerðir 15. og 16. fundar nefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar lagðar fram
til kynningar.
5. 1101005 - Stærð frístundahúsa
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi þess efnis að lágmarksstærð frístundahúsa verði 35 m²
í stað 50 m² eins og nú er.
Um óverulega breytingu á aðalskipulagi er að ræða og verði málsmeðferð í samræmi við 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
6. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
Skipulagsnefnd hefur fengið erindi frá íBA, dags. 15. sept. 2010, vegna árekstra vélhjólamanna og hestamanna á ferðum um
Bíldsárskarð. Hvetur íBA til þess að settar verði reglur varðandi göngufólk, hesta- og hjólamenn.
á fundinn mættu fulltrúar hestamanna; Hulda Sigurðardóttir, formaður Hestamannafélagsins Funa, Valur ásmundsson, formaður reiðveganefndar Funa
og örn Birgisson, fulltrúi Hestamannafélagsins Léttis og samgöngunefndar landssambands hestamannafélaga og fulltrúar
akstursíþróttamanna; þorsteinn Hjaltason, formaður KKA, akstursíþróttafélags og Guðmundur Hannesson stjórnarmaður í
KKA.
Fulltrúar hestamanna telja ekki ásættanlegt að umferð hestamanna og vélhjóla fari saman. Vélhjólamenn vilja ekki að mótorhjól
fari á sérbyggðum reiðvegum, en telja að Bíldsárskarð sé gömul þjóðleið og þeir eigi rétt á að
nýta hana, en vilja að settar séu reglur um þessa umferð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00