Skipulagsnefnd

152. fundur 03. desember 2010 kl. 09:22 - 09:22 Eldri-fundur

152 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 2. desember 2010 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Sigurður Hólmar Kristjánsson, Jónas Vigfússon og Karel Rafnsson.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:

1.  1011010 - Saurbær, beiðni um stofnun fasteignar
 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið óskar eftir stofnun 7,6 ha. lóðar í kring um húsin í Saurbæ samkvæmt uppdrætti frá Búgarði dags. í mars 2005.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið enda er ekki um breytta landnotkun að ræða. Lóðamörk að austan verði á landamerkjum.


2.  1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
 Fjallað var um breyttar tillögur að deiliskipulagi frístundabyggðar á Arnarholti í Leifsstaðabrúnum. Varðandi stærð frístundahúsa þá verði texta um stærðarviðmið breytt þannig: húsin standist lágmarksviðmið í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar sem nú er 50 m². Verði reist skolphreinsistöð vegna íbúðarbyggðar á nærliggjandi svæði er gert ráð fyrir þeim möguleika að fráveita frá skipulagssvæðinu verði leidd að umræddri skolphreinsistöð þegar hún verður tilbúin til notkunar.
Samþykkt að auglýsa deiliskipulagið svo breytt. 


3.  1011028 - Jörfabrekka - umsókn um nafn
 Hólmgeir Valdimarsson og Birna Björnsdóttir óska eftir heimild til að nefna spildu úr landi Hólshúsa, Jörfabrekku.
ákveðið að afla frekari upplýsinga áður en erindið verður afgreitt.


4.  0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
 Farið var yfir umhverfisskýrslu og greinargerð og ákveðið að halda kynningarfund um breytingar á aðalskipulagi vegna efnistöku mánudagskvöldið 6. des. n.k.


5.  1010020 - Reglur um aðstöðuhús
 Fjallað var um hugmyndir að viðmiðunarreglum um aðstöðuhús og þær samþykktar.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:00

Getum við bætt efni síðunnar?