Óshólmanefnd

18. fundur 16. október 2024 kl. 17:00 - 18:30 Bústólpi ehf. á Akureyri
Nefndarmenn
  • Emilía Baldursdóttir
  • Hólmgeir Karlsson
  • Jóhann Reynir Eysteinsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Hjördís Þórhallsdóttir
Fundargerð ritaði: Hólmgeir Karlsson

Fundur í Óshólmanefnd þann 16. október 2024, kl. 17:00
Mætt: Emilía Baldursdóttir, Hólmgeir Karlsson, Jóhann Reynir Eysteinsson, Ólafur Kjartansson og Hjördís Þórhallsdóttir.
Fundarstaður: Bústólpi ehf. á Akureyri
Emilía Baldursdóttir formaður nefndarinnar stýrði fundi og fundargerð ritaði Hólmgeir Karlsson.


Dagskrá fundarins:
1. Fara yfir og bóka afgreiðslu þriggja erinda sem ekki hafa verið afgreidd á formlegum fundi (sjá fylgiskjal).
2. Ólafur gerir grein fyrir skoðunarferðinni með Landsneti
3. Rifja upp og ræða mál sem nefndin hefur ályktað um en ekki hafa komið til framkvæmda: vatnsrennsli í austustu kvísl Eyjafjarðarár, friðlýsing einhvers hluta Óshólmasvæðis, afmörkun hverfisverndar við Eyjafjarðarbraut og e.t.v. fleiri mál


Afgreiðsla nefndarinnar – fundarsamþykkt:
1. Farið var yfir bókanir sem nefndin hefur gert frá síðasta fundi, unnar með tölvusamskiptum:
a. Deiliskipulag flugvallar
b. Deiliskipulag baðstaðar í landi Ytri Varðgjár
c. Þróun íbúðabyggðar í Vaðlaheiði. Bókanirnar fylgja með sem fylgiskjal
2. Ólafur Kjartansson fór í vettvangsferð í lok ágúst s.l. á vegum Landsnets á legusvæði Hólasandslínu og gerði nefndinni grein fyrir ferðinni. Var Ólafur á heildina litið sáttur við frágang Landsnets á því svæði sem heyrir undir Óshólmanefndina. Hann gerði þó eina athugasemd varðandi þverun vestustu kvíslar Eyjafjarðarár. Athugasemd Ólafs sem þegar hefur verið send Landsneti var þessi: “Ég legg hér fram eina ábendingu sem varða fráganginn eftir lagningu jarðstrengshluta Hólasandslínu 3 í óshólmasvæði Eyjafjarðarár. Lega strengjanna í þverun vestustu kvíslarinnar er grynnra en til stóð svo nú er rofvörnin yfir ídráttarrörunum þröskuldur þvert yfir kvíslins sem heldur uppi hærra vatnsyfirborði sunnan þverunnarinnar en var þarn fyrir. Helstu áhrifin af þessu tel ég vera þau að í stærri flóðum í ánni eru líkur á meira vatnsálagi að suðurenda flugbrautar Akureyrarflugvallar en annars hefði verið. Ef einhverjar gagnaðgerðir eru fyrirhugaðar minni ég á að haft verði samráð við óshólmanefndina um það sem gert verður“. Landsnet hefur kvittað fyrir móttöku.
3. Nefndin ítrekar ábendingu til sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um að fengið verði álit sérfræðinga um hvort æskilegt væri að gera ráðstafanir til að endurheimta vatnsrennsli í austustu kvísl Eyjafjarðarár, sbr. fundargerð nefndarinnar frá 5/6 2023 Þá óskar nefndin eftir upplýsingum frá Eyjafjarðarsveit og Akureyrarbæ hvað líði samkomulagi sveitarfélaganna beggja og landeigenda í Hvammi um endurheimt vatnsstöðu á Hvamms- og Kjarnaflæðum sem raskaðist við lengingu flugbrautarinnar. Formanni falið að senda lið 3 til sveitarfélaganna til afgreiðslu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30

Getum við bætt efni síðunnar?