Fundur í Óshólmanefnd þann 28. júní 2023, kl. 17:00
Mætt: Emilía Baldursdóttir, Hólmgeir Karlsson, Jóhann Reynir Eysteinsson og Ólafur Kjartansson. Hjördís Þórhallsdóttir boðaða forföll.
Fundarstaður: Bústólpi ehf. á Akureyri
Emilía Baldursdóttir formaður nefndarinnar stýrði fundi og fundargerð ritaði Hólmgeir Karlsson.
Dagskrá fundarins:
1. Umsögn um tillögu að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi vegna hótels í Varðgjárlandi.
2. Mörk hverfisverndarsvæðis við Eyjafjarðarbraut eystri og efnistaka
3. Landfylling á hverfisverndarsvæði í landi Hvamms
4. Þröskuldur í Brunná og vatnsstaða á Kjarna- og Hvammsflæðum
5. Önnur mál
Afgreiðsla nefndarinnar – fundarsamþykkt:
1) Umsögn um tillögu að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi vegna hótels í Varðgjárlandi.
Málið rætt en afgreiðslu frestað til næsta fundar
2) Mörk hverfisverndarsvæðis við Eyjafjarðarbraut eystri og efnistaka
Málið rætt en afgreiðslu frestað til næsta fundar
3) Landfylling á hverfisverndarsvæði í landi Hvamms
Óshólmanefnd fjallaði ítarlega um erindi landeigenda í Hvammi varðandi landfyllingu á hverfisverndarsvæðinu á fundi 7. des 2022 eins og fram kemur í fundargerð. Formanni nefndarinnar láðist að senda fundarafgreiðslu beint á skipulagsfulltrúa og því dróst að skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar tæki málið fyrir aftur þar til á fundi 5. júní s.l. Skipulagsnefnd afgreiddi málið ekki en vísaði því til umsagnar Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar.
4 Þröskuldur í Brunná og vatnsstaða á Kjarna- og Hvammsflæðum
Ritara nefndarinnar var falið að kanna hjá Akureyrarbæ hvar málið er statt.
5) Önnur mál
Engin önnur mál tekin fyrir, en ákveðið að halda næsta fund miðvikudaginn 5. júlí n.k. kl. 17:00
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10