Þann 28. mars 2022 var haldinn fundur í Óshólmanefnd kl. 15:00 – 16:30.
Fundurinn var í Flugstöðinni á Akureyri og voru þessi viðstödd:
Emilía Baldursdóttir, Hjördís Þórhallsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir, Ólafur Kjartansson og
Valdimar Gunnarsson
Dagskrá:
- Farið var yfir þau verkefni sem fallist hafa til frá því fundur var haldinn 9. des 2021.
A) Erindi barst frá Jónasi Valdimarssyni hjá Umhverfis- og mannvirkjasviði
Akureyrarbæjar vegna hönnunar á göngu- og hjólastíg norðan Leiruvegar.
Óshólmanefnd ítrekaði mikilvægi leirusvæðanna fyrir fuglalíf og benti á nokkur atriði
sem huga þarf að. Svarbréf nefndarinnar er í fskj. 1
B) febrúar var Óshólmanefnd boðið á fund með Umhverfis- og Mannvirkjaráði
Akureyrarbæjar. Þar var fjallað um erindi Óshólmanefndar frá 9. des um frágang eftir
lögn Hólasandslínu og endurheimt votlendis sunnan flugvallar. Tekið var jákvætt í
erindið svo sem má sjá í fundargerð sbr. fskj. 2
C) mars var haldinn fundur með starfsmönnum Umhverfis og mannvirkjasviðs auk
fulltrúa frá Skipulagsdeild, Isavia, Landsneti og Verkís. Farið var yfir stöðu á frágangi
eftir línulög. Varðandi endurheimt votlendis á Kjarnaflæðum var málinu vísað til frekari
úrvinnslu af þeim sem eiga hlut að málinu. Sjá fundargerð í fskj. 3.
D) Þann 24. mars var farin vettvangsferð að Brunnánni ásamt fulltrúa Umhverfis- og
mannvirkjasviði Akureyrarbæjar og Sverri Thorstensen. Athugun leiddi í ljós að hækka
þarf þröskuldinn í ánni meir en gert hefur verið til að standa við áður gert samkomulag.
Fulltrúi Umhverfis- og mannvirkjasviðs tók að sér að láta hæðarmæla svæðið áður en
verkið hefst. Sjá minnisblað fskj. 4.
- Óshólmanefnd telur að sú byrjunarhækkun sem Landsnet lét setja í Brunnána 18. mars sl. hafi að einhverju leyti mistekist og telur eðlilegt að bætt verði úr sem allra fyrst, þótt ekki verði haldið áfram með verkið til loka fyrr en á haustdögum.
- Óshólmanefnd telur brýnt að gerð verði víðtæk athugun á ástandi flæðanna sunnan
flugvallar og metið hvaða aðgerða þarf að grípa til svo náð verði markmiðum um
endurheimt vatnsstöðu svæðisins. Eðlilegt er að Akureyrarbær hafi frumkvæði að slíku
verki.
- Óshólmanefnd vekur athygli á því að í skýrslu um fuglatalningu árið 2020 kemur fram
ábending um að friðlýsa hluta óshólmasvæðisins. Nefndin leggur áherslu á að unnið verði að
slíkri friðlýsingu í samráði við alla landeigendur. Einnig bendir nefndin á að eðlilegt mætti
telja að stækka hverfisverndarsvæðið til norðurs eins og leirur ná.
Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson
Fylgiskjöl:
- Bréf Óshólmanefndar til Jónasar Valdimarssonar, dags.
- Fundargerð frá Umhverfis- og mannvirkjaráði 25. febr. 2022
- Fundargerð frá 17. mars 2022
- Minnisblað frá vettvangsferð 24. mars 2022